Viu Manent Chardonnay 2017

Viu Manent er eitt af þeim vínhúsum sem hvað lengst hafa starfað í Colchagua-dalnum. Það var stofnað á fyrri hluta síðustu aldar af fjölskyldu sem flutt hafði til Chile frá Katalóníu og hóf víngerð með því að kaupa þrúgur frá ræktendum í Colchagua. Fyrir rúmri hálfri öld keypti fjölskyldan búgarðinn sem hún hafði fengið þrúgur frá og á vínhúsið nú um 260 hektara af vínekrum í Colchagua.

Chardonnay-vínið Estate Reserva 2017 er fölgult með þægilegri sítrusangan, sítrónubörkur og límóna, blómaangan, í munni létt og ferskt með þægilegum suðrænum ávexti.

70%

1.965 kronur. Mjög góð kaup.

  • 7
Deila.