Torre Bakan Montepulciano d’Abruzzo 2013

Cantine Torri var upphaflega vínsamlag bænda í Montepulciano-héraðinu í suðurhluta Ítalíu, stofnað fyrir hálfri öld. Fyrir nokkrum árum festi hins vegar Gasparanni-fjölskyldan kaup á Torri og réðst í miklar fjárfestingar á ekrum og í víngerð auk þess að færa vínræktina yfir í lífrænar aðferðir. Nokkur vín frá þessu athyglisverða vínhúsi eru nú fáanleg í vínbúðunum, hvert öðru betra.

Bakán rauðvínið er gert úr þekktustu þrúgu svæðisins, Montepulciano d’Abruzzo og þetta er svo sannarlega Montepulciano-vín í lagi. Dökkfjólublátt á lit með samþjöppuðum og kröftugum, dökkum berjaávexti í nefi. Svört kirsuber, sæt sólber, þroskaðar plómur og út í þurrkaða ávexti og dökkt súkkulaði. Það er þykkt, ágengt, áfengt og aflmikið í munni, með töluvert heitum og sætum ávexti. Nær þó að halda góðum ferskleika.

90%

2.590 krónur. Frábær kaup. Kröftugt og mikið vín sem þarf kröftuga rétti.

  • 9
Deila.