Dark Horse Zinfandel 2016

Dark Horse er eitt mörgum vínhúsum í eigu hinnar kalifornísku Gallo-fjölskyldu, sem er einhver umsvifamesti vínframleiðandi heims. Dark Horse vínin er framleidd í Modesto undir forystu víngerðarkonunnar Beth Liston og er markmið hússins að framleiða djörf og kraftmikil vín. Zinfandel-vínið er dökkt út í svarfjólublátt á lit og angan þess einkennist af sætum, þurrkuðum og allt að því sultuðum dökkum ávexti, sólberja- og jarðarberjasulta, sveskjur og mild vanilla úr eik og þurr krydd, það er mjög mjúkt með þægilegum, sætum ávexti.

70%

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Kröftugt vín sem þolir bragðmikinn og jafnvel örlítið sætan mat, s.s. BBQ-sósu eða rauðkál.

  • 7
Deila.