Viu Manent Gran Reserva Cabernet Sauvignon 2016

Viu Manent er eitt af þeim vínhúsum sem hvað lengst hafa starfað í Colchagua-dalnum. Það var stofnað á fyrri hluta síðustu aldar af fjölskyldu sem flutt hafði til Chile frá Katalóníu og hóf víngerð með því að kaupa þrúgur frá ræktendum í Colchagua. Fyrir rúmri hálfri öld keypti fjölskyldan búgarðinn sem hún hafði fengið þrúgur frá og á vínhúsið nú um 260 hektara af vínekrum í Colchagua.

Gran Reserva Cabernet Sauvignon, er klassískt og vel gert rauðvín, gert úr þrúgum af San Carlos-vínekrunni, rétt við vínhús Viu Manent,  dökkrautt á lit, sólber, krækiber í nefi ásamt mildri myntu og eik, ágætlega strúktúrerað, þétt og fín tannín, fín lengd með fínum, svölum ferskleika.

80%

2.493 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu kjöti.

  • 8
Deila.