M. Chapoutier Bila Haut Lapidem Occultum Lapidem 2015

Michel Chapoutier er einhver skrautlegasti og magnaðast víngerðarmaður Rhone-dalsins í Frakklandi og það geta ekki margir keppt við bestu Hermitage-vínin hans. Á síðustu árum hefur hann hins vegar einnig verið að færa út kvíarnar, jafnt innan Frakklands sem víða um heim. Bila Haut eru vín sem Chapoutier framleiðir í Languedoc í Suður-Frakklandi. Occultum Lapidem er dýrara vínið af tveimur Bila Haut-vínum sem hér eru fáanleg, en það er engu að síður ekkert sérstaklega dýrt, ekki síst í ljósi þess hversu ótrúlega magnað innihald flöskunnar er.

Vínið er blanda úr Syrah (50%), Grenache, Carignan og Mourvédre, af elsta vínviðnum á bestu ekrum Chapoutier á AOC-svæðinu Haute Cotes de Rousillon Villages Latour de France í Languedoc. Það er dökkfjólublátt á lit, angan þess er mögnuð, djúpur og þroskaður bláberjasafi, fjólur og jörð það er piprað með vott af reyk, margslungið og seiðandi. Í munni er það aflmikið, þétt, kröftug, mjúk tannín, þéttur og þykkur ávaxtamassi sem hefur næga sýru til að verða lifandi og ferskur.

100%

3.595 krónur. Frábær kaup. Með vel höngnu nautakjöti, villibráð.

  • 10
Deila.