Trapiche Malbec 2017

Trapiche í Mendoza er eitt stærsta og elsta vínhús Argentínu og þau eru all nokkur Malbec-vínin sem víngerðarmenn Trapiche senda frá sér. Hér er eitt af ódýrari vínunum, það er ungt, þrúgur tíndar á fyrri hluta ársins 2017og yfirbragðið er létt og þægilegt. Dökkt á lit og dökkur, ungur og tær ávöxtur í nefi, krækiber og kirsuber, létt af Malbec að vera og þægilegt.

70%

1.799 krónur. Mjög góð kaup á því verði.

  • 7
Deila.