Matbar Matthíasar og Mekka grænmetisfæðis

Það hefðu kannski ekki margir trúað þvi fyrir einhverjum árum að Norðurlöndin ættu eftir að verða einhver mest spennandi staður heimsins þegar kæmir að skapandi og spennandi matargerð. Sú hefur hins vegar verið raunin rúman síðasta áratug þar sem norrænir matreiðslumenn hafa verið í forystu við nýsköpun í evrópskri matargerð, jafnt með áherslu á hina nýnorrænu matargerð sem matargerð er sækir innblástur til allra heimshorna.

Stokkhólmur hefur verið einn af miðpunktum þessarar þróunar og einn af áhrifamestu matreiðslumönnum þeirra síðustu ár hefur að öðrum ólöstuðum verið Matthias Dahlgren. Hann sigraði í keppninni Bocuse d’Or árið 1997 en þá hafði hann um nokkurt skeið rekið veitingahúsið Fredsgatan 12 í Stokkhólmi ásamt Melker Anderson. Sama ár og hann hampaði Bocuse gullinu opnaði hann veitingahúsið Bon Lloc, sem var um árabil eitt besta veitingahús Norðurlanda og 2007 flutti hann sig yfir á Grand Hotel þar sem hann opnaði veitingahúsið Matthias Dahlgren er náði fljótlega tveimur Michelin-stjörnum. Áratug eftir að staðurinn opnaði ákvað Dahlgren hins vegar öllum að óvörum að loka honum og söðla algjörlega um.

Hann rekur nú tvo veitingastaði á Grand Hotel, annars vegar Matbaren og hins vegar Rutabaga sem er fyrsti veitingastaðurinn í Stokkhólmi þar sem boðið er upp á matargerð í hæsta gæðaflokki en jafnframt einungis úr grænmeti. Rutabaga er í sama matsal ( sem heitir raunar Matsalen) og stjörnustaðurinn var en yfirbragðið er nú mun óformlegra og léttara, bjartur viður og engir dúkar á borðum. Maturinn hins vegar síst síðri og hefur New York Times meðal annar talað um Rutabaga sem „Mekka grænmetisfæðisins„.

Hinum megin við ganginn er svo Matbaren, sem var áður óformlegri útgáfa af stjörnustaðnum, Fallegur sallaður hannaður af Ilse Crawford þar sem Dahlgren hefur einnig unnið að því að breyta ríkjandi straumum. Áherslan er á minni rétti og gestir hvattir til þess að vera ekkert endilega að panta alla í einu. Byrja bara á einum og bæta síðan fleirum við eftir því sem matarlystin leyfir. Þótt réttirnir séu flestir einfaldir leynir sér ekki handbragðið og sköpunargáfan sem ávallt hefur einkennt matargerði Dahlgrens og maður hefur fengið að njóta af allt frá því að hann var á Fredsgatan 12 og síðan Bon Lloc. Það

Deila.