Malbygg yfirtekur Skúla Craft Bar

Skúli Craft Bar við Fógetagarð verður með einstakan viðburð föstudaginn 12. október þar sem hið framúrstefnulega brugghús Malbygg mun yfirtaka kranana á staðnum. Malbygg hefur farið mikinn frá stofnum þess síðastliðin vetur og bjórar þeirra hafa verið framúrskarandi viðbót í íslenska bruggheiminn en líklegast hefur úrval og gæði bjóra aldrei verið jafn mikið.

Vínotek var með ítarlega umfjöllun um brugghúsið Malbygg á vormánuðum þessa árs sem má lesa hér.

Það besta við þennan viðburð er að allir bjórarnir eru gríðarlega ferskir og nokkrar frumsýningar í gangi.

Bjórarnir sem verða á krana eru:

Bjössi Bolla Imperial Stout
Sopi Session IPA
Galaxy IPA
Massaður Kjúklingur DIPA
Pina Colada
Gúbbí
Loðber

Auk þess verður afar takmarkað framboð af Bjössa Bollu – Vanilla í dósum. Það borgar sig að mæta snemma því framboðið er afskaplega takmarkað.

Þetta er viðburður sem enginn má láta framhjá sér fara

Myndir: Björn Árnason

 

Deila.