LaCheteau Sauvignon Blanc Touraine 2016

Það segir kannski ákveðna sögu um framrás vína utan Evrópu á síðustu áratugum að þegar Sauvignon Blanc-þrúgan er nefnd þá er Loire-dalurinn eflaust ekki fyrsta svæðið sem öllum dettur í hug. Sú var þó tíðin að þetta var eitt helsta og nær eina svæðið (ásamt Bordeaux) sem ræktaði þessa þrúgu af kappi. Og þarna nýtur hún sín vel, enda á heimaslóðunum. Sancerre er auðvitað þekktasta þorpið í Loire en þrúgurnar í þessu víni koma af svæðinu Touraine á milli Anjou og Sologne.

Stíll vínsins er tær og ferskur, fölgrænt með ferskum sýrumiklum ávexti og skörpum, þægilegum sítrus, nýslegnu grasi, það er mjög sýrumikið, sprækt og hressilegt.

70%

2.099 krónur. Mjög góð kaup. Með skelfisk, ostrum. Fordrykkur.

  • 7
Deila.