Magister Bibendi Graciano Reserva 2012

Navarrosotillo er tiltölulega ungt vínhús, stofnað árið 1995 og hefur frá upphafi ræktað allar sínar þrúgur með lífrænum aðferðum. Þetta vín mun þar auki víst ná því að flokkast sem vegan.

Þrúgan sem flestir tengja við Rioja er Tempranillo, sem er langalgengasta þrúga héraðsins. Þær eru þó fleiri þrúgurnar sem notaðar eru í þessu héraði og klassísku Rioja-blöndunni er einnig að finna Mazuelo og Graciano. Þær rekst maður þó sjaldan á einar og sér. Í þessu víni frá Bodegas Navarrosotillo fær Graciano hins vegar að njóta sín ein og sér.

Litur vínsins er dökkrauður og djúpur í og í nefi taka á móti þroskuð kirsuber, blómaangan, fjólur, leður og kaffi og reykur úr eikinni, smá kókos. Vínið hefur tignarlegan strúktur, flott, kröftug tannín með góðri mýkt, fín þykkt og lengd. Þetta er vín sem alveg þolir geymslu í all nokkur ár.

90%

3.390 krónur. Þetta er frábært vín á mjög góðu verði miðað við gæði. Vín fyrir naut og hreindýr.

  • 9
Deila.