Montes Alpha Cabernet Sauvignon 2015

Cabernet-vínið í Alpha-línunni hefur verið eitt af helstu flaggskipum víngerðarinnar í Chile frá því að það leit fyrst dagsins ljós, þó svo að það sé langt í frá í flokki dýrustu vínanna. Undanfarin ár hefur Montes notað þrúgur af ekrum sínum í hæðum Colchagua-dalsins þar sem hann var meðal frumbygjanna og teygði sig hærra upp í hæðirnar en flestir aðrir þorðu. Upp á síðkastið hefur hann verið að þróa víngerðina þar áfram með lágmarksnotkun á vatni sem gerir vínin enn kröftugri en þau voru fyrir. 2015 árgangurinn af Ölfunni er svarfjólublár á lit, svört ber í nefi, sólber, dökkt súkkulaði og þurr lakkrís, út í stjörnuanís, vínið er kröftugt og tannískt, míneralískt og langt. Umhellið endilega, þannig nýtur vínið sín best.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup. Vín með villibráð og lambi.

  • 9
Deila.