Pfaff Riesling Tradition 2012

Riesling er þrúga sem við gleymum allt of oft, þegar best lætur eru fá ef nokkur hvítvín sem geta keppt við þessa drottningu vínþrúgnanna. Hvað best nýtur hún sín við fljótin Rín og Mósel og hérna erum við Frakklandsmegin við Rín í Alsace-héraði.

Vínið er gult, örlítill þroski byrjaður að koma í ljós í lit og í nefi, þurrkaður sítrusávöxtur, sítrónubörkur, þroskaðir suðrænir ávextir og smá steinolía sem er farin að gægjast fram eins og oft vill verða í betri Riesling-vínum. Í munni þykkt og feitt, nokkuð þurrt og langt en í lokin gætir þægilegrar ávaxtsætu.

 

80%

2.499 krónur. Frábær kaup. Vín með reyktum laxi og í raun nær öllu góðu sjávarfangi.

  • 8
Deila.