Domaine de Villemajou 2016

Gerard Bertrand er í dag líklega áhrifamesti víngerðarmaður Suður-Frakklands sem á mörg af bestu vínhúsum héraðsins Languedoc-Rousillon. Nú síðast festi hann kaup á ekrum Mas du Soleilla og sameinaði á ný við ekrur Chateau l’Hospitalet. Það var hins vegar í Domaine de Villemajou í Boutenac í Corbiéres sem að þetta byrjaði allt saman. Það er hinn upphaflegi vínbúgarður föður Gerards sem að hann tók við að honum látnum.

Villemajou eru stílhrein og flott Corbiéres-vín, dimmrautt, það byrjar með heitum og sólríkum ávexti en eftir því sem að vínið fær að anda meira byggist það upp og breiðir úr sér, þroskuð sólber, krækiber, dökkristaðar kaffibaunir, vínið kryddað, þykkt, öflug en mjúk tannín, langt og mikið. Hörkuvín.

90%

3.299 krónur. Frábær kaup. Mikið vín, frábært með lambi og mildri villibráð.

  • 9
Deila.