Montes Merlot Reserva 2017

Merlot-þrúgan kemur upphaflega frá Bordeaux rétt eins og Cabernet Sauvignon en hún þroskast hraðar og fyrr og vínin eru yfirleitt mýkri en þau sem gerð eru úr Cabernet. Þrúgan hefur löngum verið vinsæl í Chile og þar nýtur hún sín einstaklega vel. Montes Reserva-línan er ávallt vönduð og setur að mörgu standardinn í Chile-vínunum. Þetta Merlot er dökkrautt með smá fjólubláum tónum, nefið þykkt með þroskuðum og sætum ávexti, plómum og brómberjum, súkkulaði og sætur sedrusviður, vindlakassi. Mjúkt og þægilegt í munni.

80%

2.098 krónur. Frábær kaup. Með öllu grillkjöti.

  • 8
Deila.