Albert Bichot Meursault 1er Cru Les Charmes 2014

Þorpið Meursault er nánast samvaxið bæjunum Beaune og Pommard. Ólíkt nágrönnunum í Pommard eru ekrur Meursault hins vegar alfarið lagðar undir hvítu Chardonnay-þrúguna og þarna eru framleidd einhver bestu hvítvín Búrgund. Það eru vissulega engar Grand Cru-ekrur í Meursault líkt og nágrannarnir í suðri í þorpunum Puligny og Chassagne geta státað af en all nokkrar frábærar Premier Cru ekrur og er Les Charmes í hópi þar í hópi þeirra bestu. Þetta er tignarlegt og fínt Les Charmes frá Bichot, ljósgult á lit, nefið feitt, ávöxturinn sætur og umvafinn vanillu og hunangi, þurrkaðir ávextir, fíkjur, sítrónubörkur og sítrónukaka. Þykkt og feitt í munni, sætleiki úr eikinni og þægilegur ferskleiki.

100%

7745 krónur. Frábær kaup. Með humar, þorski í smjör eða rjómasósu.

  • 10
Deila.