Vina Ardanza Reserva 2009

Það virðist stundum ekkert lát á frábærum vínum frá Rioja en það er orðið mjög langt frá því að við sáum vín frá hinu magnaða og klassíska vínhúsi La Rioja Alta í hillunum. Vina Ardanza er eitt af bestu vínum héraðsins, gert úr Tempranillo frá Rioja Alta en í þessum árgangi er um fimmtungur þrúgnanna líka Garnacha frá svæðinu Rioja Baja. Þetta er sígildur og glæsilegur Rioja, fagurrautt og bjart þótt vínið sé orðið áratugargamalt. Kryddaður, míneralískur kirsuberjaávötur, leður og tóbakslauf, asísk krydd og þurrkuð blóm. Afskaplega þétt, fíngert og fágað en með magnaðan undirliggjandi massa og kraft.

100%

4.399 krónur. Frábær kaup, stórkostlegt vín. Með lambi og nauti.

  • 10
Deila.