Bodegas Áster Crianza 2014

Bodegas Áster er vínhús í Ribera del Duero í eigu Rioja-hússins fræga La Rioja Alta. Ekki lata Crianza-heitið blekkja ykkur, þetta er stórt og mikið vín þótt það sé ungt. Liturinn er dimmrauður og það er kröftugt og mikið alla leið, þroskuð dökk kirsuber og bláber í nefinu, eikin áberandi, lyng kaffitónar og lakkrís, það hefur þéttan tannískan strúktúr, ferska sýru og mikla lengd. Umhellið. Vín sem vel má geyma.

90%

3.499 krónur. Frábær kaup. Þetta er auðvitað nautakjötsvín en ekki síður með góðu grilluðu lambalæri að hætti Spánverja.

  • 9
Deila.