Pata Negra Valdepenas Gran Reserva 2009

Pata Negra eru vín sem framleidd eru af einu af stærstu vínhúsum Spánar, Garcia Carrion. Þetta eru ekki dýr vín, framleidd af afmörkuðum ekrum í litlu magni en hafa engu að síður vakið verulega athygli alþjóðlega á undanförnum árum fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

Valdepenas er eitt af héruðunum á spænsku hásléttunni þar sem mikið af spænsku rauðvíni er ræktað og hér er það Tempranillo-þrúgan sem að ræður ríkjum, rétt eins og í Rioja. Þetta er Gran Reserva sem orðin er áratugargömul en er enn fersk og fín. Það er komin örlítill þroski í litinn og í nefi hefur eik og ávöxtur runnið fullkomlega saman. Ávöxturinn er dökkur berjaávöxtur sem blandast saman við vanillu og kaffi, vínið hefur yndislega mjúka áferð, ágætis þykkt og lengd.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup og magnað að geta fengið þetta þroskað og fínt vín fyrir svona lítinn pening. Viva Espana.

  • 8
Deila.