Montes Sauvignon Blanc Reserva 2018

Aurelio Montes hefur verið einn áhrifamesti víngerðarmaður Chile síðustu tvo áratugina. Að undanförnu hefur sonur hans smám saman verið að taka aukna ábyrgð á víngerð hússins og sjálfur tók Aurelio í apríl 2019 við formennsku í samtökum víniðnaðarins í Chile, Vinos de Chile.

Eitt af fyrstu vínunum frá Montes sem sló í gegn hér á landi var hvítvíni úr Sauvignon Blanc-þrúgunni og þau eru enn með þeim vinsælli. Reserva-vínið er nú komið í 2018 árganginum, fölgult á lit með örlítið grænum tónum, angan af sætum perum og melónum, þroskuðum kívi, limeberki og blómum. Það er ferskt og grösugt í munni, vel balanserað og þægilegt.

80%

2.089 kronur. Frábær kaup. Ferskt, sumarlegt hvítvín. Sem fordrykkur eða með grilluðu sjávarfangi og sushi.

  • 8
Deila.