Matsu el Picaro 2017

Toro er vínræktarsvæði í norðausturhluta Spánar sem hefur verið að sækja verulega í sig veðrið á síðustu árum. Þrúga héraðsins sem kölluð Tinta del Toro er í raun afbrigði af hinni góðkunnu Tempranillo, sem einnig er ræktuð í Rioja og Ribera del Duero. Við fjölluðum ítarlegar um þetta svæði eftir heimsókn þangað á sínum tíma og má lesa þá grein með því að smella hér.

Hinar einstöku aðstæður í Toro, ekki síst möguleikinn á að nýta þrúgur af áratugagömlum vínvið er þroskast við einstakar aðstæður hafa dregið að sér sífellt fleiri hæfileika víngerðarmenn á síðustu árum og eru vínin framleidd undir merkjum Bodegas Matsu hluti af þeirri bylgju. Matsu framleiðir fjögur vín og er El Picaro eða „prakkarinn“ það fyrsta í röðinni. Þetta er hins vegar ekkert lítið vín, dökkur og djúpur litur, massívur, þykkur og dökkur ávöxtur, sólbökuð sólber, bláberjabaka, dökkt súkkulaði og lakkrís. Það er nær engin eik í þessu víni en það spillir ekki fyrir, þykktin og dýptin í ávextinum er það mikil að vínið er stórt engu að síður. Kröftug og mikil tannín, hörkuvín.

90%

2.358 krónur. Frábær kaup. Magnað vín fyrir þennan pening.

  • 9
Deila.