Cantina Zaccagnini Tralcetto Montepulciano d‘Abruzzo 2016

Cantina Zaccagnini byrjaði sem lítið fjölskyldufyrirtæki í Bolognano í Abruzzo-héraði á Ítalíu fyrir rúmum fjórum áratugum en er í dag orðið að nokkuð myndarlegu vínhúsi með eina 300 hektara af ekrum.

Tralcetto er gert úr hinni klassísku Montepulciano-þrúgu Abruzzo-héraðsins. Dimmrautt. Skarpur, kryddaður, rauður ávöxtur í nefi, míneralískt yfirbragð í nefi og munni, jörð, þurrt með ágætlega ferskri sýru.

80%

2.389 krónur. Frábær kaup. Með bolognese og öðrum góðum pastaréttum.

  • 8
Deila.