Marques de Murrieta Gran Reserva 2012

Þau eru mörg vínhúsin í Rioja en Marques de Murrieta er eitt af þeim sem setur línuna sem eins konar referenspunktur fyrir hvernig toppvín úr héraðinu eiga að vera.Gran Reserva-vínið kemur úr þrúgum frá Ygay-búgarðinum eða Finca Ygay syðst í Rioja Alta.

Þetta er mikið vín, liturinn þéttur, dökkur og djúpur. Í nefi tekur á móti manni dökkur, svartur ávöxtur, þroskuð sólber, við hana blandast mild myntuangan og creme brulée, bakaðar eggjagulur og sykur, sedrusviður og vindlakassi. Massívt í munni, sýrumikið og með kröftugum, mjúkum tannínum.

 

100%

5.850 krónur. Frábær kaup. Sérpöntun. Þetta er veisluvín fyrir fínu matarboðin, með nauti, lambi og villibráð.

  • 10
Deila.