Lunelli Pietragrande 2018

Lunelli-fjölskyldan framleiðir eitt þekktasta og besta freyðivin Ítalíu, sem ber heitið Ferrari og er gert í Trento á Norður-Ítalíu. Hún hefur hins vegar einnig verið að færa út kvíarnar með Tenute Lunelli sem eru vínhús (tenute er auðvitað fleirtalan af tenuta eða búgarður) sem framleiðir vín frá þremur vínhéruðum á Ítalíu, Trento, Toskana og Úmbríu.

Pietragrande er Trento-vín Lunelli framleitt hjá Tenuta Margon.  Þetta er að uppistöðu Chardonnay-vín (80%) en með ívafi af Sauvignon Blanc, Pinot Bianco og Incrocio Manzoni.  Að okkar mati er þetta líklega besta vínið í Lunelli-seríunni, einstaklega heillandi hvítvín. Fölgult í nefi bjart, arómatískt og titrandi, hvít blóm,   ferskjur og apríkósur, sýrumikið og þykkt, yndislega ferskt.

90%

2.490 krónur. Frábær kaup - yndislegt vín.

  • 9
Deila.