Poggio al Tufo Cabernet Sauvignon 2016

Poggio al Tufo er vínbúgarður í eigu Tommasi-fjölskyldunnar  á svæðinu Maremma í suðvesturhlusta Toskana. Þetta er Cabernet Sauvignon-vín en ber þó um flest ríkari einkenni upprunans en þrúgunnar. Vínið er dökkt, liturinn þéttur og djúpur og það sama á við um ávöxtinn, sólber, heit og krydduð, lakkrís, míneralískt, þykkt með ferskri sýru og kröftugum tannínum.

2.599 krónur. Frábær kaup. Með mildri villibráð.

  • 9
Deila.