Paul Mas 1892 Blanc 2018

Saga vínhússins Paul Mas í Languedoc í Suður-Frakklandi hófst árið 1892 þegar að Auguste Mas kaupir fyrstu vínekru fjölskyldunnar, átta hektara að stærð nærri þorpinu St. Pons de Mauschiens. Í dag er vínhúsið með þeim stærri í Languedoc og þetta vín er nefnt 1892 til að minna á upprunann.

Hvíta 1892-vínið er blanda úr lífrænt ræktuðum Chardonnay og Grenache Blanc þrúgum. Fölgult með ferskri angan af melónum, ferskjum, perum og suðrænum ávöxtum. Í munni er það ferskt og milt, þokkafullt og þægilegt.

80%

2.290 krónur. Frábær kaup. Fínn fordrykkur eða með sushi og léttum forréttum.

  • 8
Deila.