Hito 2017

Hito er yngsta vínið eða „Crianza“ frá nýbylgjuvínhúsinu Cepa 21 í Ribera del Duero á Spáni. Þið getið lesið nánar um þetta hérað og Cepa 21 með því að smella hér. Með yngsta víninu er átt við að það hefur ekki legið nærri því eins lengi í eikartunnum og „eldri“ vín á borð við Reserva. Dökkrautt út í fjólublátt, ávöxturinn er berjaríkur, þykkur, mjúkur og heillandi.  Í nefinu þroskaðar plómur og sólber, sæt og þægileg eik með mildri vanillu. Vínið er ungt og það opnar sig og gefur meira af sér því lengur sem það bíður. Ekki hika við að umhella þessu víni eða opna með nokkurra klukkustunda fyrirvara, það endurlaunar það.

80%

2.799 krónur. Frábær kaup. Með önd og nauti.

  • 8
Deila.