Capraisa Bobal-Merlot 2017

Utiel-Requena er með elstu víngerðarsvæðum Spánar og hafa fundist ummerki um víngerð þar sem rekja má þrjú þúsund ár aftur í tímann. Meginþrúga héraðsins er Bobal sem sjaldan sést öðruvísi nema hluti af þrúgublöndu utan héraðsins. Við fjölluðum ítarlegar um Utiel-Requena fyrir nokkru og má lesa um héraðið og Bobal hér. Capraisa er rauðvín frá Bodegas Vegalfaro, fjölskylduvínhús stofnað fyrir 20 árum sem leggur áherslu á lífrænt ræktuð vín. Þetta er Bobal-vín að uppistöðu (55%) en afgangurinn er Merlot, sem gefur víninu aukna mýkt. Capraisa er kröftugt og sprækt vín, dökkur, heitur og sólbakaður ávöxtur, krækiber og plómur, dökkt súkkulaði og krydd, vínið er mjúkt og þykkt með góðri lengd.

80%

2.490 krónur. Frábær kaup.

  • 8
Deila.