Peter Lehman Portrait Barossa Shiraz 2017

Peter Lehmann er ein af goðsögnum Barossa-dalsins og einn af þeim sem átti mikinn þátt í að koma Shiraz-vínum héraðsins á framfæri alþjóðlega.  Hann féll frá fyrir nokkrum árum en vínin byggja enn á þrúgum frá þeim rúmlega hundrað vínbændum sem Lehmann byggði upp samninga við í gegnum árin. Portrait Barossa Shiraz er allt það sem maður býst við frá Barossa, þetta er stórt vín með kröftugum og þroskuðum ávexti, plómur allt að því sultaðar og dökkt súkkulaði, kókos og lakkrís. Það hefur feita og mjúka áferð, tannín þykk og mjúk.

80%

2.899 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu kjöti og bragðmiklum réttum.

  • 8
Deila.