Vina Ardanza 2010

Vina Ardanza frá La Rioja Alta er eitt af bestu vínum Rioja héraðsins, gert úr Tempranillo-þrúgum frá undirsvæðinu Rioja Alta.  Árgangurinn 2010 var frábær í Rioja eins og við höfum kynnst í gegnum mörg góð vín á síðustu árum, það eru hins vegar fá þeirra sem slá Ardanza við. Þetta er ekki vín sem sigrar heiminum á kraftinum heldur  með fáguninni, fínleikanum og margslunginni uppbyggingu. Það ber þess greinilega merki að hafa legið lengi á eik og jafnframt að vera orðið áratuga gamal. Nefið er flókið og síbreytilegt, þar má greina þurrkuð ber, vindlakassa og tóbakslauf, vel hangið kjöt, vott af reyk og þurrkuðum, sætum apelsínuberki. Flauelsmjúkt í munni, en tannínin eru kröftug og halda víninu uppi, ferskt og sprækt. Þetta er langhlaupari.

100%

4.399 krónur. Frábær kaup. Vín fyrir allra bestu steikurnar.

  • 10
Deila.