Taílenskur kókoskjúklingur

Þessi taílenski kjúklingaréttur er bragðmikill og ljúffengur en líka mjög fljótlegur.

 • 1 laukur, saxaður fínt
 • 6 beinlaus kjúklingalæri, skorin í litla bita
 • 2 tsk mulinn kóríander
 • 2-3 msk rifinn engiferrót
 • 4-6 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 1 tsk Chiliflögur
 • 2 stórar gulrætur, rifnar
 • 2 msk Red Curry paste
 • 2 dósir kókosmjólk
 • 1 poki spínat
 • væn lúka af söxuðum ferskum kóríander

Hitið olíu á pönnu og mýkið laukinn. Bætið kjúklingabitunum á pönnuna og steikið í 3-5 mínútur.  Bætið þá chili flögum, kóríander-kryddinu, rifnum engifer og pressuðum hvítlauk saman við og steikið áfram í tvær mínútur eða svo. Hellið næst kókosmjólkinni út á pönnuna, hrærið saman og leyfið suðunni að koma upp. Bætið nú Red Curry-maukinu, rifnu gulrótunum og spínatinu saman við.  Þetta verður smá hrúga af spínati fyrst en skreppur hratt saman þegar að það hitnar. Hrærið vel þar til að spínatið hefur skroppið saman og blandast við sósuna.

Látið malla í 5-8 mínútur. Bragðið til með salti og pipar og bætið við Red Curry Paste eftir smekk.

Stráið ferskum kóríander yfir og berið fram með hrísgrjónum (blómkálsgrjónum fyrir þá sem eru á ketó).

 

 

Deila.