Hito 2018

Cepa 21 er í eigu Moro-fjölskyldunnar sem rekur hið gamalgróna vínhús Bodegas Emilio Moro. Á meðan Emilio Moro er klassískt Ribera-hús er Cepa 21 vínhús sem endurspeglar nútímann í spænskri víngerð. Vínin eru þrjú enn sem komið er, hið unga Hito, síðan Cepa 21 og loks ofurvínið Malabrigo.

Hito er Crianza-vín, ungt og berjamikið en jafnframt þykkt og kraftmikið. Liturinn er svarfjólublár og djúpur og þykkur berjamassi einkennir nefið, sultuð bláber, sólber sem fléttast saman við sæta og þykka eik, tanníst, aflmikið og mjúkt.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup. Fyrir safaríkar, grillaðar nautasteikur og lamb.

  • 9
Deila.