Lealtanza Reserva 2014

Rioja er um þessar mundir að því er virðist endalaus uppspretta frábærra vína sem gefa ótrúlega mikið fyrir peningin. Spánn í heild sinni hefur verið í gífurlegri sókn síðustu árin í víngerð og það á við um klassísku og þekktu héruðin rétt eins og þau sem minna hefur farið fyrir til þessa. Bodegas Altanza er með yngri vínhúsum Rioja á Spáni en líka með þeim áhugaverðari. Það var stofnað af hópi athafnamanna í Rioja fyrir rúmum tveimur áratugum, árið 1998 og fyrstu vínin litu dagsins ljós einum fjórum árum síðar. Vínekrur Altanza ná í dag yfir eina 160 hektara og víngerðin er með þeim nútímalegri í Rioja. Þetta er nútímaleg, stílhrein og flott Reserva. Dimmrauður litur og dökkur berjaávöxtur í nefinu í bland við kirsuber, fjólur og mildan lakkrís. Eikin heldur vel utan um vínið, strúkturinn þéttur og flottur, fín og fersk sýra.

90%

3.299 krónur. Frábær kaup. Með lambahrygg eða læri.

  • 9
Deila.