Ribbonwood Sauvignon Blanc 2017

Ribbonwood er vínlína sem framleidd er af Framingham Estate í Marlborough á Nýja-Sjálandi. Stofnandi Framingham var athafnamaður frá Wellington sem keypti eina 17 hektara af vínekrum í Wairau á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Þekktast er vínhúsið fyrir stórkostleg Riesling-vín en auðvitað leggur það ekki síður mikið upp úr Sauvignon Blanc, sem er sú þrúga sem Nýja-Sjáland er þekktast fyrir.

Vínið hefur nokkuð gulan lit, kominn örlítill þroski í litinn, í nefi þurrkaður sætur ávöxtur, ferskjur og ananas, sykurleginn sítrónubörkur, smá grösugt. Í munni er vínið mjúkt, ávaxtamikið, frekar þurrt og  með ferskri, flottri sýru.

80%

2.699 krónur. Frábær kaup. Mjög aðgengilegur Sauvignon, í mýkri og rúnnaðri stíl en mörg vín úr sömu þrúgu.

  • 8
Deila.