Chateau Bonnet Réserve 2014

Chateau Bonnet er eitt af mörgum vínhúsum í eigu barna André Lurton eftir að hann féll frá á síðasta ári 94 ára að aldri. Það er kannski ekki það vínhús Lurtonanna sem er á þekktasta svæðinu, en Bonnet er í þorpinu Grézillac í Éntre-deux-Mers. Vínhúsið hefur þó ávallt haft ákveðna sérstöðu enda Bonnet heimili Lurton til margra ára. Mér hefur ávallt þótt vænt um þetta vín eftir yndislegan hádegisverð með Lurton-fjölskyldunni í Chateau Bonnet fyrir rúmum tveimur áratugum, þar sem einmittt var borið fram rautt Bonnet í magnum-flösku.

Þetta er klassískt Bordeaux-vín sem gefur alla jafna mikið vín fyrir peninginn, liturinn er dökkrauður og berin í nefi eru rauð, sæt og fín rifsber, smá kónabrjóstsykur, míneralískt. Vel strúkturerað, fín og kröftug tannín halda víninu uppi,

80%

3.150 krónur. Mjög góð kaup. Gefið víninu klukkutíma eða svo til að opna sig. Það borgar sig.

  • 8
Deila.