Laurent-Perrier Rosé Brut

Rósakampavínið frá Laurent-Perrier er oft nefnt sem það viðmið er önnur rósakampavín bera sig saman við. Rauðvíni er ekki bætt út í til að gefa lit og þyngd líkt og algengt er við gerð rósakampavína. Þess í stað eru einungis notaðar Pinot Noir-þrúgur við gerð vínsins og lögurinn látinn liggja með hýðinu eftir pressun um tíma til að draga fram lit og kraft. Þetta kampavín hefur löngum verið í miklu dálæti hjá bresku konungsfjölskyldunni og er oft borið fram í veislum á hennar vegum. Það er fagurbleikt á lit, bólurnar eru mjúkar og fínlegar í munni og rauð ber ríkjandi, ekki síst rifsber og jarðarber sem fínlegt ger, kex og steinefni leggjast saman við. Fullkomlega balanserað, í senn líflegt, ferskt og með góða þyngd.

100%

10.890 krónur. Frábært kampavín. Eitt og sér eða með mat.

  • 10
Deila.