Marques Casa Concha Chardonnay 2017

Chardonnay-þrúgurnar sem notaðar eru Marques Casa Concha koma frá Limarí sem nyrsta víngerðarsvæði Chile. Þetta er svæði sem hefur verið að þróast mjög hratt eftir að nokkur víngerðarhús uppgötvuðu þá möguleika sem að það býður upp á. Víngerðarmenn í Chile eru margir sannfærðir um að þarna séu einhverjar bestu aðstæður veraldar til ræktunar á Chardonnay og minni um margt á Russian River Valley í Kaliforníu. Concha y Toro ákvað fyrir nokkru að nota einungis þrúgur frá Limarí í bestu hvítvín hússins á borð við Casa Concha. Vínið er ljósgult, eikin enn nokkuð framarlega í nefinu, reykur og eldspýtustokkur, vanilla í bland við ferskan og þykkan ávöxt, sítróna, sítrónubörkur og sætar perur, þykkt og ferskt, ávöxturinn djúpur og þokkafullur.

90%

3.199 krónur. Frábær kaup. Með humar. Með reyktum eða gröfnum laxi.

  • 9
Deila.