Magister Bibendi Graciano Reserva 2014

Rioja-vín tengjum við yfirleitt við þrúguna Tempranillo en það eru fleiri þrúgur sem þar eru ræktaðar. Hún var um tíma nánast horfin úr rækt þar sem að hún þarf langan tíma til að ná fullum þroska. Hlutverk hennar var smávægilegt í Rioja-blöndum og fyrst og fremst ætlað að gefa vínunum styrkari strúktúr. En smám saman hefur henni verið að vaxa ásmegin, meðal annars vegna þess að hlýnandi loftslag gerir að verkum að auðveldara er að rækta fullþroska Graciano sem sýnir hvað í henni býr. navarrosotillio, vínhúsið á bak við Magister Bibendi er eitt af þeim sem að býður upp á einnar þrúgu Graciano. 2014 var flott ár í Rioja og það sést á þessum karaktermikla Graciano. Vínið er rúbínurautt. Eikin er framarlega og ávöxturinn dökkur og þurrkaður, þarna má líka greina trjábörk, leður og krydd. Í munni er það tannískt en þau eru mjúk, mjög þurrt, sýrumikið og míneralískt. Þarf tíma til að opna sig en smám saman springur ávöxturinn út og vínið blómstrar. 

90%

3.690 krónur. Frábær kaup. Flott með nautasteikinni eða ostum.

  • 9
Deila.