
Domaine Albert Mann er rótgróið vínhús í Wettolsheim íAlsace í Frakklandi. Barhelme-bræðurnir sem þar halda utan um taumana voru 2012 útnefndir víngerðarmenn ársins af Révue de Vin de France, helsta vínvísi þeirra Frakka. Þeir leggja áherslu á lífræna ræktun og líefldar aðferðir. Pinot Gris-vínið er ljósgult, í nefinu er ávöxturinn þroskaður, allt að því þurrkaður, greip og ferskjur, hungang, þurrt í munni, nokkuð þykkt með fínni, ferskri sýru.
90%
3.990 krónur. Frábær kaup.
-
9