Albert Bichot Sécret de famille 2018

A. Bichot er með stærri vínhúsunum í Búrgund, á eina hundrað hektara þar af ekrum og hefur á síðustu árum verið að einbeita sér að eigin framleiðslu í auknum mæli auk þess að stunda négociant-viðskipti það er kaupa vín frá smærri vínbændum og selja undir eigin merkjum. Þetta gamla vínhús sem stofnað var í Beaune árið 1831 hefur hægt og sígandi verið að koma sér á kortið á ný sem alvöru „player“ í Búrgúndarvínunum.

Þrúgurnar í Sécret de famille koma alfarið af Cote d’Or-svæðinu, ræktaðar í kringum þorpin Chambolle-Musigny, Nuits-Saint-George, Gevrey-Chambertin og Marsannay.

Sécret de famille er sjarmerandi Pinot, fagurrautt með berjamikilli angan, rifsber, brómber og skógarber svolítið kryddað, mildur skógarbotn, Ávöxturinn er þykkur og fínn, fersk og mild gefur því strúktúr og lengd.

80%

3.789 krónur. Frábær kaup.

  • 8
Deila.