La Chablisienne Bourgogne Chardonnay 2018

Chablisienne er með betri vínhúsum Chablis en við fjölluðum nánar um það eftir heimsókn þangað fyrir nokkrum árum sem lesa má um hér. Og þótt þetta hvítvín sé ekki flokkað sem Chablis er stíllinn í þeim anda enda koma þrúgurnar af ekrum sem eru rétt fyrir utan hið skilgreinda Chablis-svæði. Sætur sítrusávöxtur, sítróna og greip, gul epli, þurrt, ferskt og míneralískt. Fínt „norðlægt“ Búrgundarvín á þessu verði.

80%

2.398 krónur. Frábær kaup. Sem fordrykkur, með sushi eða léttum sjávarréttum. Tilvalið með skelfisk.

  • 8
Deila.