Decoy Cabernet Sauvignon 2018

Decoy-vínin litu fyrst dagsins ljós árið 1985 sem undirvín Duckhorn-vínanna. Frá og með árinu 2008 hafa þau hins vegar verið gerð í sérstöku vínhúsi en er þó enn í eigu Duckhorn. Decoy California Cabernet Sauvignon er úr þrúgum frá stórsvæðinu Sonoma County og það eru um 10% af Merlot í blöndunni. Liturinn er dimmrauður út í fjólublátt og angan nokkuð kröftug, dökk ber ríkjandi, sólber, bláber, vottur af leðri. Í munni þurrt, tannískt, safaríkur, svolítið beiskur berjaávöxturinn ríkjandi, eikin til baka kryddar ávöxtinn með mildum hætti.

80%

4.781 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.