Villa Antinori Bianco 2019

Antinori-fjölskyldan er fremsta vínfjölskylda Ítalíu. Tengsl hennar við víngerð ná langt aftur í aldir og hún framleiðir í dag mörg af þekktustu vínum Ítalíu. Í um öld hafa verið gerð vín undir merkjum Villa Antinori, jafnt hvít sem rauð og hafa þau tekið stöðugum breytingum á þeim tíma, jafnt hvað varðar uppruna innan Toskana sem þrúgusamsetningu. Lengi vel var ég ekkert sérstaklega hrifinn af hvítvíninu en það hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum og er nú orðið virkilega heillandi vín. Vínði er flokkað sem Toskana IGT og er blanda úr all nokkrum þrúgum, Pinot Grigio, Pinot Blanco, Trebbiano, Malvasio og Riesling Renaro. Liturinn er ljósgulur og í nefinu sætar kantalópumelónur, ferskjur, sæt gul epli og sítrus, vottur af möndlum. Það hefur ágæta þykkt í munni og fínan ferskleika.

2.498 krónur. Frábær kaup. Tilvalinn sumarfordrykkur eða t.d. með melónum og parmaskinku.

  • 8
Deila.