Írsk gleði um helgina

Það má segja að það sé orðið að árlegum viðburði að barir borgarinnar fari í írskan búning í tilefni dags heilags Patreks.

Patrekur er verndardýrlingur Íra og þar í landi  og á öðrum stöðum þar sem fólk af írskum uppruna er áberandi, s.s. í Boston og Chicago er þetta mikill hátíðisdagur.

Hér á landi hefur þessi dagur líka verið áberandi, ekki síst á stöðum þar sem írskar veigar eru í boði. Líkt og á undanförnum árum mun af þessu fjöldinn allur af börum og veitingastöðum vera með St. Patrick’s þema nú um hlegina og bjóða upp á kokteila og drykki úr Jameson’s viský þeirra Íra.

Á kortinu hér að ofan má sjá hvar írska stemmningin verður ríkjandi.

Sumir staðir hafa sett saman sérstaka drykki í tilefni dagsins og má nefna Jungle í því sambandi. Þar verður til dæmis hægt að fá Skógarberið Húgó, sem er drykkur úr Jameson viský, brómberjum, sítrónu og Vetiver Gris.

Eða þá Irish Espresso Martini með Jameson, söltuðum karamellulíkjör og espresso.

Deila.