Stemmari Rosso Riserva 2016

Heitið Stemmari vísar til skjaldarmerkis (stemma) sem hangir yfir inngangi vínhússins í átjándu aldar byggingu í Acate de Ragusa á Sikiley. Þrúgan í Rosso Riserva er Nero d’Avola sem segja má að sé meginþrúga Sikileyjar í rauðvínu og er þrúgurnar ræktaðar á ekrum Stemmari í grennd við Agrigento og Ragusa á suðurhluta eyjunnar. Vínið er dimmrautt með heitum, krydduðum rauðum ávexti, rifsberjasulta, kirsuber, kryddjurtir og örlítill vottur af leðri. Vínið er byrjað að sýna örlítinn þroska. Fínasta matarvín.

70%

2.499 krónur. Mjög góð kaup. Með pastaréttum með kjöti og tómötum, t.d. bolognese.

  • 7
Deila.