Santa Cristina Umbria 2010

Ítalska héraðið Umbria er þekktast fyrir hvítvín og þar er að finna sum af bestu hvítvínshúsum Ítalíu. Þetta hvítvín frá Antinori er blanda úr þrúgunum Grechetto og Procanico. Það er mjög ljóst á lit, ferskt og þétt, með blóma- og sítrusangan. Í munni ungt og ferskt með léttum, þægilegum beiskleika í ávextinum. Reynið t.d. með skelfisk og pasta.

1.799 krónur. Góð kaup.

 

Deila.