Cote de Roses Rosé 2016

Rósavínin hafa svo sannarlega farið á flug á Íslandi núna síðustu misserin og Íslendingar því að slást í hóp margra annara Evrópuþjóða auk Bandaríkjanna þar sem rósavín hafa notið ómældra vinsælda síðustu ár. Fáir ef nokkrir gera rósavín betur en Suður-Frakkar og hér er eitt afbragðsgott frá meistaranum Gerard Bertrand, blanda úr þremur Miðjarðarhafsþrúgum, Cinsault, Syra og Grenache.

Fallega laxableikt á lit, í nefi rauð ber, rifsber, jarðarber og skógarber en einnig sítrusbörkur, blóm, jasmín og vottur af kryddjurtum, ferskt, ungt með berjamiklum ávexti þægilegri sýru, unaðslegt sumarvín.

80%

2.499 krónur. Frábær kaup, með grilluðum lax og bleikju en einnig kjúklingaréttum.

  • 8
Deila.