
Vínkreppa í Ástralíu
Ástralski víniðnaðurinn hefur á síðustu misserum verið að sigla inn í djúpstæða kreppu. Áföllinn sem dunið hafa á áströlskum vínframleiðendum eru margþætt, sum af náttúrunnar völdum en einnig hefur ímynd ástralskra vína hægt og sígandi verið að hníga þrátt fyrir að aldrei hafi jafnmikið af vönduðum vínum verið framleidd í Ástralíu.