Jóhann Páll sigraði Himbrimi-kokteilkeppnina

Barþjónaklúbbur Íslands í samvinnu við Himbrimi Gin hélt á dögunum kokteilkeppni undir yfirskriftinni „Inspired by Himbrimi“.  

Alls kepptu 18 barþjónar og vakti það sérstaka athygli að 6 af þessum 18 keppendum voru kvenkyns sem er mun hærra hlutfall en sést hefur í keppnum sem þessum. 

Margir keppendur voru að stíga sín fyrstu spor á keppnisferlinum og kom að sögn aðstandenda á óvart hversu hátt gæðastig var á keppninni enda greinilegt að keppendur voru vel undirbúnir. 

Í fyrsta sæti var Jóhann Helgi Stefánsson frá Sushi Social með drykkinn sinn Gljúfrabotn.

Í öðru sæti var Jónmundur Þorsteinsson frá Apótekinu með drykkinn Heaven Howler.

Og í þriðja sæti var Ivan Svanur Corvace frá Geira Smart með drykkinn Snifter.

Í dómnefnd voru Alba Hough sem er margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna, Vala Stef veitingastjóri, og Orri Páll Vilhjálmsson veitingastjóri.

Deila.