Leitarorð: Austurríki

Víndómar

Austurríki er þekktast fyrir hvítvínin sín en austurrískir víngerðarmenn hafa á undanförnum áratugum verið að færa sig rækilega upp á skaptið í framleiðslu rauðvína.

Austurríki

Það víngerðarsvæði sem fæstir utan Austurríkis þekkja er líklega Steiermark, syðsta víngerðarsvæði landsins. Ástæðan? Þetta er lítið víngerðarsvæði og Austurríkismenn hafa séð nær alfarið sjálfir um að neyta þeirra vína sem þar eru framleidd.