Hreindýr með sídersósu og röstikartöflum
Það þarf ekki að hafa mikið fyrir hreindýrakjöti til að það njóti sín. Hér dregur síder- og koníakssósa fram það besta í kjötinu ásamt rösti-kartöflum með beikoni og púrru.
Það þarf ekki að hafa mikið fyrir hreindýrakjöti til að það njóti sín. Hér dregur síder- og koníakssósa fram það besta í kjötinu ásamt rösti-kartöflum með beikoni og púrru.
Huevos Rotos, sem mætti þýða sem „brotin egg“, er vinsæll réttur á Spáni og má finna á fjölmörgum tapas-börum þar í landi.
Þessa uppskrift fékk ég frá palestínskum skólabróður á háskólaárum mínum í Þýskalandi fyrir langa löngu en við elduðum stundum saman. Þetta er útgáfa móður hans af klassískum arabískum rétti sem heitir Malooba.
Það er hægt að gera margt við kartöflur. Hér látum við þær bakast í bragðmikilli sítrónusósu sem er síðan tilvalin með kjötinu sem við berum kartöflurnar fram með.
Önd í appelsínusósu eða Canard á l’Orange er einhver besta og þekktasta uppskrift franska eldhússins. Það er hægt að fara margar leiðir, mismunandi flóknar, þegar appelsínuöndin er annars vegar. Hér er ein gömul og klassísk uppskrift.
Lamb er mikið borðað á Ítaliu en matreiðslan yfirleitt með nokkuð öðrum hætti en við Íslendingar eigum að venjast. Hér er uppskrift frá héraðinu Púglia syðst á Ítalíu þar sem lærið er eldað með kartöflum og lauk. Best er að nota lítið læri sem kemst fyrir í góðum potti eða ofnskúffu ef hækillinn er sagaður af.
Rösti-kartöflur eru mjög algengar á diskum ekki síst germanskra þjóða og Svisslendingar líta á þær sem einn af sínum þjóðarréttum. Það er einfalt að gera Rösti-kartöflur en menn verða þó að taka tillit til helsta álitaefnisins. Á að sjóða kartöflurnar fyrst eða ekki?
Þessi útgáfa af kartöflugratíni er rjómalaus. Þess í stað bökum við kartöflurnar upp úr kjúklingasoði og smjöri. Tilvalið meðlæti með jafnt kjöti sem fiski.
Það þarf ekki mikið umstang til að breyta kartöflumúsinni í eitthvert besta meðlæti sem hægt er að fá með góðu kjöti. Það jafnast til dæmis fátt á við flotta primerib- eða ribeye-nautasteik með þykkri og mjúkri kartöflumús. Það er síðan hægt að bragðbæta hana með annaðhvort steinselju eða hvítlauksmauki.
Þetta er bragðmikill réttur sem er tilvalið meðlæti með mörgum indverskum réttum.